Learn more

Gulleggid haust 2018

Velkomin á skráningarsíðu Gulleggsins 2018
// ENGLISH BELOW //

 

Til þess að skrá þig í Gulleggið þarftu að hafa notendaaðgang á startupcompete.co. Smelltu á hnappinn uppi í vinstra horni síðunnar sem á stendur Log in / Register til þess að skrá þig inn eða búa til nýjan aðgang.

Fyrir 12. september þarf einungis að senda inn stutta lýsingu á viðskiptahugmynd.
Gott er að eftirfarandi komi fram:

  • Yfirlit um viðskiptahugmyndina í hnotskurn
  • Umræða um markaðinn, markaðsforskot og nýnæmi hugmyndar
  • Lýsing á liðsheildinni á bakvið hugmyndina

Um Gulleggið

Gulleggið er frumkvöðlakeppni Icelandic Startups. Meginmarkmið keppninnar er að skapa vettvang fyrir ungt athafnafólk til að öðlast þjálfun og reynslu í mótun nýrra viðskiptahugmynda og rekstri fyrirtækja. Keppnin er orðin gæðastimpill á viðskiptahugmyndir og fyrir frumkvöðla sem munu á næstu árum laða að enn fleiri styrki, fjárfesta, skapa ný störf og verðmæti fyrir íslenskt þjóðfélag.

Gulleggið er frábært tækifæri fyrir frumkvöðla til að koma hugmyndum sínum á framfæri og gera úr þeim raunverulegar og markvissar áætlanir sem miða að stofnun fyrirtækja. Samhliða keppninni er þátttakendum boðið upp á námskeið, ráðgjöf og aðstoð sérfræðinga. Frá mótun hugmyndar til áætlanagerðar og þjálfunar í samskiptum við fjárfesta.

Þátttökuréttur

Allir hafa þátttökurétt í Gullegginu. Það kostar ekkert að senda inn hugmynd og fá álit á viðskiptaáætlun. Aftur á móti þurfa þeir sem ekki eru skráðir nemendur í samstarfsskólum Gulleggsins, eða útskrifaðir úr þeim undanfarin fimm ár að greiða 8.000 krónur fyrir hvert námskeið. Keppendur geta valið úr þeim námskeiðum sem í boði verða en þau verða fjögur talsins. Verkefnastjórn hvetur keppendur til að sækja sem flest námskeið því þar er hægt að sækja þekkingu sem nýtist vel við stofnun fyrirtækja sem og aðstoð við að smíða góða viðskiptaáætlun. Efni námskeiða verður auglýst síðar.

Samstarfsskólarnir eru:

  • Háskóli Íslands
  • Háskólinn í Reykjavík
  • Háskólinn á Bifröst
  • Verzlunarskóli Íslands

Hafi fyrirtæki þegar verið stofnað utan um viðskiptahugmynd, má fyrirtækið og tengdir einstaklingar ekki senda inn viðskiptaáætlun hafi velta fyrirtækisins verið yfir 10 milljónir króna árið 2017. Þátttakendur geta verið einstaklingar eða hópar, ekkert hámark er sett á stærðir hópa. Þá er ekkert hámark á fjölda hugmynda sem hver einstaklingur getur sent inn í keppnina.

Mögulegt er að skrá sig án hugmyndar í keppnina og fá þannig tækifæri til að verða hluti af teymi sem þegar hefur skráð sig til leiks.

Farið verður með allar þær viðskiptaáætlanir sem berast í keppnina sem trúnaðarupplýsingar.

Verðlaun

Þátttakendur Gulleggsins eiga kost á að vinna til veglegra verðlauna, en sigurvegari keppninnar hlýtur Gulleggið sjálft og 1.000.000 krónur í peningum. Ýmis önnur aukaverðlaun verða veitt frá bakhjörlum og styrktaraðilum keppninnar en alls nema heildarverðlaun Gulleggsins yfir 3.000.000 króna.

Ítarlegri upplýsingar um Gulleggið er hægt að nálgast á www.gulleggid.is og svo hvetjum við alla þátttakendur til að skrá sig í Facebook hópinn sem verður notaður sem upplýsingasíða Gulleggsins. Þar verður einnig hægt að fá svör við spurningum frá verkefnastjórn Gulleggsins og ræða við aðra þátttakendur í keppninni.
Eftir að hugmynd hefur verið skilað fá þátttakendur tölvupóst með frekari upplýsingum um námskeið og viðburði. 

 

// ENGLISH //

Welcome to Gulleggið 2018 registration page

To register for Gulleggið you need a user account on startupcompete.com. Click the "Log in / Register" button in the upper left corner to log in or create your new account. You will be guided through the next steps. 

Before September 12 all you need to do is to submit a short description of your idea. Preferably including the following:

  • The business concept
  • The market, market advantages and the novelty of the idea
  • The team behind the idea

Gulleggid is a business plan competition for entrepreneurs to get their business ideas noticed. It is an excellent platform to make business- and execution plans for your business idea as a step forward in transforming your idea to a real start-up. Participants are offered workshops, lectures, advice and assistance from experts throughout the process. After the three workshops, participants submit their fully developed business plan to a group of judges.

The winner of the competition receives the trophy, Gulleggið itself and 1.000.000 ISK. Several other extra prizes will be provided by the sponsors, resulting in a total value over 3.000.000 ISK.